Fara beint í efnið

Landlæknir veitir leyfi til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar og til að starfa sem heilbrigðisstarfsmaður. Mikilvægt er að umsóknir um starfsleyfi og sérfræðileyfi séu vel útfylltar og að þeim fylgi öll tilskilin gögn. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel reglugerð viðkomandi stéttar ásamt leiðbeiningum um hvaða gögn skuli fylgja umsókn.

Embætti landlæknis stefnir að því að vinnsla umsókna hefjist ekki síðar en 6 vikum eftir að umsókn berst. Ekki er unnt að verða við óskum um flýtimeðferð einstakra mála.

Heilbrigðisstéttir

Athugið að allar almennar upplýsingar um starfsleyfi, sérfræðileyfi og vottorð eru á heimasíðunni. Hægt er að senda fyrirspurn á starfsleyfi@landlaeknir.is ef um sértækar spurningar er að ræða. Fyrirspurnum verður þó ekki svarað ef svar við þeim er á heimasíðunni.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis