Til baka

Sundlaugar á Akureyri, Hrísey og Grímsey

Verð í sundlaugar Akureyrarbæjar sjá hér

Sundlaug Akureyrar
Skólastígur 4
IS-600 Akureyri
Sími: 461 4455
Netfang: elin@akureyri.is
Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25 metra útilaugar og 12,5 metra innilaug. Þrjár rennibrautir eru á svæðinu sem njóta mikilla vinsælda. Á útisvæði eru fjórir heitir pottar, tvær vaðlaugar og kaldur pottur. Í yfirbyggðum sal er volgur innipottur. Auk þess er á sumrin sólbaðsaðstaða og leiksvæði með gervigrasi.

Afgreiðslutími:
Sumartími

Mánudaga - föstudaga 6.45 - 21.00
Laugardaga 8.00 - 21.00
Sunnudaga 8.00 - 19.30.
Vetrartími
Mánudaga - föstudaga 6.45 - 21.00 
Laugardaga og sunnudaga 9.00 - 19.00.
*Ath lengri opnunartími verður í boði frá 17.mars til 15.apríl - sjá nánar hér
Jól og áramót 2023:
23.des 09.00 - 18.00, 24. des. 09.00 - 12.00, 25. des. lokað, 26. des. 11.00 - 19.00, 31. des. 09.00 - 12.00, 1. Jan. Lokað.
Páskar:
Páskar 2023 - sjá lengri opnunartíma hér - sjá nánar hér
(Skírdagur, föstudagurinn langi, laugardagur fyrir páska, páskadagur og annar í páskum) 09.00 - 19.00.
Aðrir hátíðisdagar:
Sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, hvítasunnudagur, annar í hvítasunnu 09.00 - 19.00.
Frídagur verslunarmanna 08.00 - 19.30
1. maí, 17. júní lokað.


Glerárlaug
v/Höfðahlíð
Sími: 462 1539
Netfang: elin@akureyri.is 
Glerárlaug er frábær 16,67 metra innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna og unglinga, auk allra annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar og vaðlaug auk útiklefa. Á svæðinu er einnig kalt ker og sólbaðsaðstaða á útisvæði.

Afgreiðslutími:

Vetrartími 
Mánudaga-föstudaga: 6.45-8.00 og 18.00-21.00
Laugardaga: 9.00-14.30
Sunnudaga: 9.00-12.00
Sumartími 
Mánudaga-föstudaga: 6.45–21.00
Laugardaga: 9.00–14.30
Sunnudaga: Lokað
Jól og áramót 2023:
23.des 09.00 - 13.00, 24. des. 09.00 - 11.00, 25. des. lokað, 26. des. lokað, 27-29. des 6.45-21.00, 30.des 9.00-14.30, 31. des 9.00-11.00, 1. Jan lokað.


Íþróttamiðstöðin í Hrísey     
Austurvegi 5
Sími: 461 2255
Netfang: elin@akureyri.is
Íþróttamiðstöðin í Hrísey er fjölnota íþróttamiðstöð sem býður upp á tækjasal til líkamsræktar og íþróttasal 12x20m þar sem hópar geta leigt tíma. Þar er fundarsalur fyrir minni fundi auk þess sem íþróttasalurinn er leigður út fyrir fundi og samkomur.
Sundlaugin í Hrísey er 12,5 metra útilaug. Þar er einnig heitur pottur, vaðlaug og kalt ker að ógleymdri sólbaðsaðstöðu.

Afgreiðslutími:
Sumartími

Mánudaga - föstudaga 10.30 - 19.00
Laugardaga og sunnudaga 10.30 - 17.00
Vetrartími
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 15.00 - 19.00
Föstudaga 15.00 - 18.00
Laugardaga og sunnudaga 13.00 - 16.00
Lokað mánudaga.
Páskar:
Skírdag, föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan í páskum 13.00 - 16.00.
Jól og áramót 2023:
23. - 26. des lokað, 27. - 28. des 15.00 - 19.00, 29. des 15.00-18.00, 30. Des 13.00-16.00, 31. des - 2. jan lokað.
Aðrir hátíðisdagar:
Sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur og hvítasunnudagur 13.00 – 16.00
Frídagur verslunarmanna 10.30 - 17.00
Annar í hvítasunnu, 1. maí og 17. júní lokað.


Sundlaugin í Grímsey   
Vallargötu
611 Grímsey
Sími: 461 3155
Netfang: elin@akureyri.is
Í Grímsey er 12,5 metra innilaug, ásamt heitum potti og köldu keri.
Sundlaugin í Grímsey er ekki með séraðstöðu fyrir fatlað fólk. Innanhúss kemst hjólastóll um húsið en þar er innilaug og innipottur.
ATH: Börnum sem ekki hafa náð 10 ára aldri, er óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Þeim sem er 15 ára og eldri er óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér yngri en 10 ára, nema um sé að ræða foreldri eða þann sem fer með forsjá barnanna lögum samkvæmt. Ber viðkomandi að gæta í hvívetna að öryggi þeirra barna sem eru með honum á meðan þau eru í eða við laug. 10 ára aldursmörk gilda til 1. júní það ár sem barnið verður 10 ára.

Afgreiðslutími:
Mánudaga - föstudaga 17.00 - 18.15
Laugardaga og sunnudaga lokað.
Sjá einnig auglýsingu í búðinni í Grímsey.


Reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum ásamt viðauka.