Skipulagsmál í kynningarferli

Í samræmi við ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér til kynningar deiliskipulagsgögn á vinnslustigi tillögunnar. 

Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein


Nýr byggingarreitur fyrir búningsklefa og skrifstofurými.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal.

Viðbyggingin mun falla vel að landslagi og hugað verður að takmörkuðu raski á náttúrulega landslagi. Áhersla verður lögð á aðgengi fyrir alla og hugað verður að tilfærslu göngustíga og góðri aðkomu fyrir gangandi og hjólandi að íþróttahúsinu, auk aðstöðu fyrir hjól, rafskutlur og barnavagna.

Sjá deiliskipulagsuppdrátt:

DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR

Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 18. apríl 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is.