Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1480/2022

Nr. 1480/2022 21. desember 2022

REGLUGERÐ
um fjárhæð atvinnuleysistrygginga.

1. gr.

Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði skv. 32. gr. laga um atvinnu­leysistryggingar miðast við tryggingahlutfall hins tryggða þannig að þær nemi aldrei hærri fjárhæð en 522.282 kr. á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu, sbr. 15. eða 19. gr. laganna. Við útreikning á atvinnuleysisbótum fyrir hvern dag skal miða við 21,67 daga í mánuði.

 

2. gr.

Sá sem telst að fullu tryggður samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar á rétt til óskertra grunnatvinnuleysisbóta sem skulu nema 331.298 kr. á mánuði. Lágmarksréttur til atvinnuleysis­trygginga veitir rétt til ¼ hluta grunnatvinnuleysisbóta.

 

3. gr.

Frítekjumark skv. 4. mgr. 36. gr. laga um atvinnuleysistryggingar skal vera 81.547 kr. á mánuði.

 

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 33. gr. og 4. mgr. 36. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, gildir um fjárhæð atvinnuleysistrygginga sem reiknast fyrir tímabilið frá og með 1. janúar 2023 og síðar og öðlast gildi 1. janúar 2023. Frá sama tíma fellur brott reglugerð nr. 1657/2021, um fjárhæð atvinnuleysistrygginga.

 

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, 21. desember 2022.

 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Bjarnheiður Gautadóttir.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2022