Copy
Fréttabréf Creative Europe - júní 2023

Efni fréttabréfs

  • Creative Europe MEDIA og Culture – næstu umsóknarfrestir
     
  • Culture Moves Europe – ferðastyrkir til listamanna og listasmiðja
     
  • Culture Heritage Cloud / Horizon Europe áætlunin
     
  • Grænar áherslur í Creative Europe – þrjú leiðbeiningarrit fyrir umsækjendur
     
  • Menningararfleifð, viðurkenning / European Heritage Award
     
  • Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins - 2023 tilnefningar
     
  • Áhugaverðir umsóknarfrestir tengdir evrópskum áætlunum og skapandi greinum

MEDIA - Metþátttaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Næstu umóknarfrestir: 4. júlí og 20. júlí 2023


Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2023 hafa verið sendar inn 16 umsóknir frá íslenskum aðilum og er ánægjulegt að sjá hve mikil gróska er í kvikmyndagerð meðal íslensks fagfólks sem starfar í faginu um allan heim.  

Fimm umsóknir voru sendar inn í sjónvarpssjóð MEDIA og tvær umsóknir fóru í kvikmyndahátíðasjóð MEDIA Festival á fyrri hluta ársins. Níu umsóknir voru sendar inn í Þróunarsjóð MEDIA, þar sem m.a. var sótt um styrki til að þróa 25 verkefni af ýmsu tagi, kvikmyndir, sjónvarpsþáttaraðir, heimildamyndir og stuttmyndir.

Næstu umsóknarfrestir eru 4. júlí í flokkinn Films on the Move og 20. júlí til samstarfsneta evrópskra kvikmyndahúsa, Networks of European Cinemas.

 
Nánar

Culture – Metfjöldi íslenskra þátttakenda í evrópskum samstarfsverkefnum


Bókmenntaþýðingar (Literary translation).
Umsóknarfrestur var 7. mars, ein umsókn barst frá íslenskri útgáfu og munu umsækjendur fá svör í júlí.

Samstarfsverkefni (Co-operation projects)
Umsóknarfrestur var 9. mars og bárust fimm umsóknir um samstarfsverkefni sem stýrt er af  íslenskum aðilum, auk þess sem 13 evrópskar umsóknir voru með íslenskri þátttöku. Svör til umsækjenda eru væntanleg í júlí.  

Creative Europe Platforms og Creative Europe Networks. Næstu umsóknarfrestir verða snemma á næsta ári en gott er að hafa í huga að opnað verður fyrir umsóknir þremur mánuðum fyrir umsóknarfrest. 

Tímasetningar fyrir næstu auglýsingar (umsóknarfrestur þremur mánuðum síðar)
  • Co-operation projects / samstarfsverkefni: auglýst í október 2023
  • Platforms: auglýst í nóvember 2023
  • Networks: auglýst í desember 2023
  • Literary translations / bókmenntaþýðingar: auglýst í janúar 2024

Culture Moves Europe

Umsóknarfrestir Culture Moves Europe verða birtir í september.

  • Ferðastyrkir á sviði lista og menningar. Markmið ferðastyrkja Culture Moves Europe er að kynna sér evrópskan menningararf til frekari sköpunar, koma á tengslum og efna til samstarfs við evrópska aðila í listum og menningu. Hægt er að sækja um ferðastyrki á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, myndlistar, bókmenntaþýðinga, tónlistar og sviðslista. Ferðastyrkur er 350 evrur auk 75 evra til uppihalds á dag. Auk þess er hægt að sækja um styrk vegna barna, 100 evrur á dag óháð fjölda barna. Einstaklingar geta sótt um dvöl í 7-60 daga og hópar allt að fimm manns geta sótt um dvöl frá 7-21 dag.
  • Styrkir til listasmiðja eða residensía. Markmið Culture Moves Europe er að styrkja listasmiðjur í Evrópu til að taka á móti evrópskum listamönnum til að sinna sköpun á sviði arkitektúrs, menningararfs, hönnunar, bókmenntaþýðinga, tónlistar, sviðslista eða myndlistar. Listamenn sem sækja listasmiðjur skulu koma frá öðru Evrópulandi. Culture Moves Europe er ætlað að styrkja alþjóðlegan blæ listasmiðja.
Nánar

Styrkir til stærri menningarverkefna – stafræn vegferð skapandi greina
Næsti umsóknarfrestur: 21. febrúar 2023


Opið er fyrir umsóknir til samstarfs til að koma á fót Evrópsku menningarskýi, Cultural Heritage Cloud innan Horizon Europe, rannsóknaráætlunar ESB. Evrópska menningarskýið er stór stafræn innviðarlausn sem ætlað er að tengja saman menningar- og rannsóknarstofnanir, söfn og aðra hlutaðeigandi og styðja þannig við stafræna vegferð skapandi greina.

Opið er fyrir umsóknir og er umsóknarfrestur 21. september 2023. Hægt er að leita að samstarfsaðilum eða skrá sig sem mögulegan samstarfsaðila. Verkefnin eru mjög stór og umfangsmikil og nauðsynlegt er að vera í evrópsku samstarfi.

Nánar um Evrópska menningarskýið á heimasíðu Evrópusambandsins og veitir Sigrún Ólafsdóttir hjá Rannís frekari upplýsingar. 

Sjá fleiri áhugaverða umsóknarfresti tengda listum og skapandi greinum hér neðar í fréttabréfi.
Nánar

Ný rannsókn skilgreinir skref umhverfismarkmiða fyrir Creative Europe
 

Árið 2021 setti framkvæmdastjórn ESB af stað rannsóknina Greening the Creative Europe Programme til að finna leiðir til að eiga við loftslagsbreytingar og jafnframt að gera evrópskar samstarfsáætlanir umhverfisvænni. Skapandi greinar, listir og menning geta stutt við græna hagkerfið með því að ýta undir sjálfbærni og umhverfisábyrgð. Evrópskar samstarfsáætlanir hvetja styrkhafa til að nálgast alþjóðastarf á vistvænan hátt og kalla eftir verkefnum sem takast á við sjálfbærni og loftslagsbreytingar með grænni ferðamáta og ábyrgri umhverfisvænni hegðun.

Í lokaskýrslu rannsóknarinnar eru settar fram leiðbeiningar á þessu sviði fyrir umsækjendur og styrkhafa.

Í kjölfar rannsóknarinnar voru gefin út þrjú leiðbeiningarrit fyrir þátttakendur í verkefnum sem styrkt eru af Creative Europe:
 
  1. The Good Environmental Practices Guide veitir góða yfirsýn yfir umhverfisvæna nálgun sem mælt er með að umsækjendur og styrkhafar Creative Europe áætlunarinnar, tileinki sér
     
  2. Greening the Creative Europe Programme – executive summary. Gagnleg samantekt sem skilgreinir á hvaða sviðum þarf að taka og setur fram tilmæli um hvernig best sé að koma á grænni áætlun í nálægri framtíð.
     
  3. The Creative Europe Monitoring Guide for Programme Greening þar sem komið er á framfæri grænum mælikvörðum til að mæla framþróun áætlunarinnar í átt að grænum markmiðum ESB.
Nánar

28 aðilum veitt evrópsk viðurkenning fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar

Evrópsk viðurkenning fyrir verkefni á sviði menningararfleifðar hefur verið veitt til 28 aðila frá 20 löndum sem kynna til sögunnar nýjustu stefnur og þróun á þessu sviði.

Listi yfir vinningshafa var birtur á vefsíðu framkvæmdastjórnar Evrópu 13. júní.

Þá má finna stutt kynningarmyndbönd frá hverju verkefni á Vimeo síðu Europe Nostra.


Verðlaunin sem fyrst voru veitt árið 2002 af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa verið í umsjón  Europa Nostra frá upphafi. 

Nánar

13 höfundar tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins verða veitt í haust og að þessu sinni eru 13 höfundar tilnefndir. Tilnefndir rithöfundar koma frá eftirfarandi löndum:Armenía, Eistland, Finnland, Frakkland, Kosovo, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Svartfjallaland, Pólland, Svíþjóð og Tékkland.

Umfjöllun um tilnefnda höfunda má finna á síðu verðlaunanna.


Þess má geta að Oddný Eir Ævarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir bók sína Jarðnæði.

Nánar

Ýmsir áhugaverðir umsóknarfrestir tengdir evrópskum áætlunum og skapandi greinum


Ocean & water and arts: the contribution of creative sectors to Mission Ocean and waters
Culture and Creativity Business Plan 2024-2025.
Culture, the arts and cultural spaces for democratic participation and political expression, online and offline.
Cultural and creative industries for sustainable climate transition.
New European Bauhaus – Innovative solutions for greener and fairer ways of life through arts and culture, architecture and design for all. 
Uppbyggingarsjóður EES – tvíhliða menningarstyrkir/ferðastyrkir bjóðast í samstarfi við Slóvaka og Tékka.

 

Creative Europe á Íslandi

 

Fylgstu með okkur á netinu og samfélagsmiðlum

Facebook Facebook
Twitter Twitter
Vefsíða Vefsíða
© 2023 Rannís, Allur réttur áskilinn.


Heimilisfang:
Borgartún 30
105 Reykjavík
Afgreiðslutími skrifstofu er 9:00 - 15:00



Viltu breyta skráningunni?
Þú getur uppfært skráninguna eða skráð þig af listanum

Fylgstu með Rannís á netinu og samfélagmiðlum
Website
YouTube
Facebook
Instagram
Twitter
LinkedIn