Suðurnes - samráðsfundur um stöðu samgöngumála
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til rafræns samráðsfundar um stöðu samgöngumála á Suðurnesjum mánudaginn 22. mars kl. 13:00-15:00. Á fundinum verður fjallað um samgöngumál í landshlutanum, helstu áskoranir og tækifæri til framfara. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með erindum og umræðum í minni hópum. Fundurinn er hluti af fundaröð um allt land í tilefni af undirbúningi grænbókar um stöðu samgöngumála.

13:00-14:00 - Erindi
- Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjanesbæjar.
- Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, og Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkur.
- Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

14:00-15:00 - Umræður
Fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Hver hópur kynnir niðurstöður sínar stuttlega í lok fundar.

Skráningu lýkur kl. 12:00 mánudaginn 22. mars. Þeir sem skrá sig fá hlekk á veffundinn.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang *
Vinnustaður *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy